Gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2025.
Hafnir Ísafjarðarbæjar | Verð | Eining |
Lestar- og bryggjugjöld | ||
Lestargjald | 20,70 kr. | BRT |
Bryggjugjald (<15.000 brt.) | 10,35 kr. | BRT |
Bryggjugjald (15.000-30.000 brt.) | 13,02 kr. | BRT |
Bryggjugjald (>30.000 brt.) | 18,23 kr. | BRT |
Hverja byrjaða 24 tíma sem skipið liggur bundið. Heimilt er að taka lestar- og bryggjugjald sem mánaðargjald. Undanþegin eru skip sem leita hafnar vegna sjóskaða eða til að láta í land sjúka menn eða látna, svo fremi þau hljóti ekki aðra þjónustu. Skip, sem ekki eru í rekstri né leggja upp afla hjá höfnum Ísafjarðarbæjar skulu greiða fullt bryggjugjald fyrir hvern legudag og njóta ekki afsláttarkjara í formi mánaðargjalda. Skip ekki í rekstri telst það skip sem legið hefur lengur en einn mánuð í höfn eða leggur ekki upp afla hjá höfnum Ísafjarðarbæjar. Bátar sem teknir eru upp á hafnarkant vegna viðgerða greiða daggjald fyrir þá daga sem báturinn er uppi. |
||
Vörugjöld | ||
Vörugjöld, 1. flokkur | 466 kr. | tonn |
Vörugjöld, 2. flokkur | 767 kr. | tonn |
Vörugjöld, 3. flokkur | 856 kr. | tonn |
Vörugjöld, 4. flokkur | 2.159 kr. | tonn |
Aflagjald flokkur 5a, sjávarafli almennt | 1,58% | af aflaverðmæti |
Aflagjald flokkur 5b, afli frystitogara og eldisfiskur | 0,79% | af aflaverðmæti |
Farþegagjald | ||
Farþegagjald | 228 kr. | hver farþegi |
Farþegagjald skal greiða af hverjum farþega ferðaþjónustubáta og skemmtiferðaskipa. Skipstjóri, umboðsmaður eða eigandi farþegaskips skal afhenda hafnaryfirvöldum upplýsingar um farþegafjölda til innheimtu gjaldsins. Skipstjórar, umboðsmenn eða eigendur þeirra báta sem stunda reglubundna farþegaflutninga skulu skila upplýsingum um farþegafjölda hverrar ferðar mánaðarlega og skal upplýsingum skilað eigi síðar en 3. hvers mánaðar fyrir næstliðinn mánuð. Skili ofangreindir aðilar ekki upplýsingum um farþegafjölda er heimilt að áætla fjölda farþega fyrir viðkomandi tímabil eða leggja á 25% álag ef skil á farþegatölum dragast umfram 20 daga. | ||
Siglingavernd | ||
Siglingavernd (ISPS) | 60.605 kr. | á komu |
Öryggisgæsla fyrir öryggisvörð í dagvinnu | 7.112 kr. | klst. |
Öryggisgæsla fyrir öryggisvörð í yfirvinnu | 11.589 kr. | klst. |
Farþegavernd, hver farþegi | 307 kr. | á komu |
Skemmtiferðaskip | ||
Hafnir Ísafjarðarbæjar taka við bókunum þrjú ár fram í tímann, frá áramótum að telja. Við afbókun á komu skemmtiferðaskipa gildir eftirfarandi: | ||
Við afbókun innan við 18 mánuðum fyrir áætlaðan komutíma leggst á afbókunargjald sem er 5% af bryggjugjöldum. | ||
Við afbókun innan við 12 mánuðum fyrir áætlaðan komutíma leggst á afbókunargjald sem er 15% af bryggjugjöldum. | ||
Við afbókun innan við 6 mánuðum fyrir áætlaðan komutíma leggst á afbókunargjald sem er 30% af bryggjugjöldum. | ||
Við afbókun innan við 48 klst. fyrir áætlaðan komutíma leggst á afbókunargjald sem er 100% af bryggjugjöldum. | ||
Undanþegin er afbókun innan við 48 klst. fyrir áætlaðan komutíma vegna slæmra veðurskilyrða. Afbókunargjald leggst ekki á breytingar á dagsetningum og/eða skipum svo framarlega sem unnt er að verða við slíkri beiðni. | ||
Þjónusta | ||
Rafmagnssala | 21,86 kr. | KWST |
Rafmagnstenglagjald fyrir flotbryggjur og trébryggjur 10-20 A | 3.339 kr. | stk. |
Rafmagnstenglagjald 32-63 A | 6.678 kr. | stk. |
Rafmagnstenglagjald fyrir hafskipakant 125 A | 12.375 kr. | stk. |
Rafmagnstenglagjald fyrir hafskipakant 250 A | 24.486 kr. | stk. |
Rafmagn afgreitt utan reglubundins vinnutíma | 43.502 kr. | útkall |
Bátar sem eru á föstu mánaðargjaldi skulu að lágmarki greiða eitt tengigjald í mánuði. | ||
Hafnsaga | ||
Hafnsögugjöld skulu greidd fyrir leiðsögn til hafnarinnar, að bólvirki eða lægi. Fyrir leiðsögn frá bólvirki eða lægi og úr höfninni greiðist sama gjald. Fyrir leiðsögn um höfnina skal greiða hálft hafnsögugjald. Lágmarksgjald vegna hafnsögu skal þó aldrei vera lægra en 88.484 kr.
Skipum yfir 15.000 brt, olíuskipum og skipum með hættulegan farm er skylt að hafa dráttarbát til aðstoðar eða öryggis. |
||
Hafnsögugjald | 8,24 kr. | BRT |
Hafnsögugjald til og frá höfn | 11.090 kr. | |
Fyrir hverja byrjaða klst. á innri höfn | 29.884 kr. | klst. |
Fyrir eina ferð með hafnsögumann | 62.292 kr. | |
Fyrir hverja byrjaða klst. utan innri hafnar | 62.292 kr. | klst. |
Tímagjald hafnarstarfsmanns á lóðsbát | 10.876 kr. | klst. pr. mann |
Útkall utan tiltekins daglegs vinnutíma á lóðsbát | 43.502 kr. | útkall |
Fyrir björgun, slef eða aðstoð við skip og báta er greitt skv. samkomulagi SFS/tryggingafélaga. | ||
Leigugjöld | ||
Leiga á gámavöllum, svæði A | 112 kr. | m2/mán. |
Leiga á gámavöllum, aðstaða við rafmagnsbrunna | 254 kr. | m2/mán. |
Hafnarbakkaleiga | 407 kr. | tonn/m3 pr. dag |
Stöðuleyfi vinnuskúra á hafnarsvæði | 1.928 kr. | m2/mán. |
Leiga á lyftara með manni | 14.944 kr. | klst. |
Leiga á flotgirðingu | 13.024 kr. | klst. |
Leiga á öryggisgirðingu | 3.000 kr. | á mánuði |
Leiga á fríholtum (fenderum) | 68.250 kr. | eining/hverjir byrjaðir 24 tímar |
Leiga á bílastæði fyrir rútur á hafnasvæði, maí-september | 872 kr. | á m2 |
Landgangur, uppsetning og frágangur | 278.250 kr. | hvert skipti |
Leiga á landgangi yfir 14 metra | 119.091 kr. | dag |
Einungis er heimilt að hafa gáma sem eru í beinum tengslum við fermingu eða affermingu úr skipum. Gáma og annan varning skal fjarlægja við fyrsta tækifæri þegar vinnu við skip er lokið en ef því verður ekki við komið skal óskað leyfis hjá höfninni. Óheimilt er að geyma veiðarfæri og tilheyrandi búnað á hafnarköntum. Einnig er óheimilt að setja eða geyma alls konar varning sem ekki er að koma eða fara í skip á svæði hafnarinnar. Hafnarstjóra er heimilt að láta fjarlægja varning þann sem settur er á hafnarsvæði á kostnað eiganda sé kröfu um hreinsun ekki sinnt. |
||
Vatnsgjald | ||
Vatn fyrir báta <15 brt. | 2.006 kr. | mán. |
Vatn fyrir báta 15-30 brt. | 4.011 kr. | mán. |
Kalt vatn afgreitt til skipa >30 brt. Lágmarks magn 15 tonn | 448 kr. | m3 |
Vatn afgreitt utan reglubundins vinnutíma | 43.502 kr. | útkall |
Gjald fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma | 10.876 kr. | útkall |
Móttaka skipa | ||
Festargjöld fyrir hvern starfsmann í dagvinnu | 14.635 kr. | mann |
Festargjöld fyrir hvern starfsmann í yfirvinnu | 22.207 kr. | mann |
Greiða skal festargjald bæði við komu og brottför skipa. Þegar skip leggur að bryggju skal a.m.k. einn starfsmaður hafnarinnar taka á móti því. Heimilt er að veita undanþágu frá þessari reglu í sérstökum tilfellum. | ||
Sorpþjónustugjald | ||
Móttaka á sorpi, ein ferð í Funa | 12.859 kr. | ferð |
Einnig skal greiða fyrir innvegið magn af sorpi skv. gjaldskrá sorpmóttakanda. | ||
a. Úrgangsgjald: Við komu skips til hafnar skal greiða 0,89 kr./brt. gjald sem skal standa undir kostnaði vegna eftirlitsumsýslu vegna móttöku á sorpi. Lágmarksgjald 7.256 kr. og hámarksgjald 61.467 kr. | ||
b. Úrgangsgjald: Gjald sem er lagt á vegna a-liðar má lækka ef skipstjóri getur sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð í skipinu fast gjald 0,45 kr. á brt. en þá er lágmarksgjald 7.256 kr. og hámarksgjald 61.467 kr. | ||
c. Úrgangsgjald: Skip og bátar sem koma oftar en fjórum sinnum til hafnar á árinu greiða skv. b-lið fyrir fimmtu komu og allar komur eftir það. | ||
d. Skip og bátar undir 15 brt. sem hafa varanlega viðveru í höfnum Ísafjarðarbæjar skulu greiða fast mánaðargjald vegna umsýslu og eftirlits hafnar vegna móttöku á sorpi. Gjaldið skal vera 2.336 kr. á mánuði. Skip og bátar yfir 15 brt. sem hafa varanlega viðveru í höfnum Ísafjarðarbæjar skulu greiða fast mánaðargjald vegna umsýslu og eftirlits hafnar vegna móttöku á sorpi. Gjaldið skal vera 7.787 kr. á mánuði. |
||
e. Förgunargjald: Við komu skips til hafnar skulu öll skip sem falla undir 11. gr. laga nr. 33/2004 greiða förgunargjald óháð því hvort þau skila úrgangi í land. Förgunargjaldið skal standa undir kostnaði við förgun úrgangs sem skilað er í land. Farþegaskip yfir 60 m að lengd skulu greiða 3,34 kr. á hvert brt. skipsins og miðast gjaldið við eftirfarandi sorpmagn: Farþegaskip undir 30.000 brt. 5 m³ Farþegaskip frá 30.000 brt. 10 m³ Farþegaskip yfir 100.000 brt. 15 m³ Öll önnur skip skulu greiða 3,34 kr. á brt, og þá miðast gjaldið við 5 m³ af sorpi. |
||
f. Leiti skip til viðurkennds aðila um móttöku á úrgangi getur það fengið álagt förgunargjald samkvæmt e.-lið endurgreitt enda skili það kvittun móttökuaðilans ásamt upplýsingum um losun magns. Skilyrði endurgreiðslu kostnaðar er að kvittun móttökuaðila hafi borist á skrifstofu hafna Ísafjarðarbæjar innan tveggja sólarhringa frá brottför skips. | ||
g. Samkvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum getur Umhverfisstofnun veitt skipum í áætlunarsiglingum sem hafa reglulega viðkomu í höfnum Ísafjarðarbæjar og sýna fram á trygga afhendingu úrgangs og greiðslu gjalda í hverri höfn á siglingaleiðinni undanþágu frá afhendingu úrgangs. Skipstjóri eða eigandi skips sem fengið hefur undanþágu Umhverfisstofnunar um afhendingu úrgangs eða skilum á tilkynningum skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis. | ||
h. Förgunargjald: Skip sem eru undanþegin gjaldskyldu skv. c.-lið 1. tl. 2. mgr. 17. gr. hafnalaga skulu eftir sem áður greiða fyrir losun og förgun sorps hvort sem óskað er eftir viðurkenndum móttökuaðila eða ekki. | ||
i. Fast mánaðargjald: Bátar og skip í fastri viðlegu sem greiða fast mánaðargjald skulu greiða að lágmarki eitt sorpeyðingargjald samkvæmt stærðarflokki fyrir hvern mánuð í viðlegu. | ||
j. Annist höfnin móttöku á spilliefnum eða sérstökum úrgangi sem hefur í för með sér kostnað umfram förgun á almennu sorpi greiðir viðkomandi aðili þann kostnað sem til fellur. | ||
Vogargjöld | ||
Almenn vigtun | 272 kr. | tonn |
Vogargjald smábáta, lágmarksgjald | 990 kr. | löndun |
Flutningabílar og skoðun á bílavog | 2.760 kr. | skipti |
Lágmarksgjald, vöruvigtun | 1.947 kr. | hver vigtun |
Útkall við vigtun í yfirvinnu frá kl. 17-20 og kl. 06-08, minnst 2 tímar | 10.876 kr. | klst. |
Útkall við vigtun í yfirvinnu frá kl. 20-06, minnst 4 tímar | 10.876 kr. | klst. |
Viðlegugjöld | ||
Bátar <15 brt. | 10.648 kr. | mán |
Bátar 15-30 brt. | 16.311 kr. | mán. |
Bátar >30 brt. | 23.571 kr. | mán. |
Bátar <15 brt. fast legupláss | 13.521 kr. | mán. |
Bátar 15-30 brt. fast legupláss | 21.041 kr. | mán. |
Bátar >30 brt. fast legupláss | 30.892 kr. | mán. |
Daggjald báta <15 brt. | 2.850 kr. | á dag |
Daggjald báta 15-30 brt. | 2.914 kr. | á dag |
Daggjald báta >30 brt. | 3.005 kr. | á dag |
Skip >80 brt. | 210 kr. | á brt. á mán. |
Uppsátursgjald | 3.386 kr. | mán. |
Daggjald eldiskvía við bryggju eftir 2 daga | 3.386 kr. | á dag |
Hífing báta að 9 m | 15.980 kr. | skipti |
Hífing báta 9-12 m | 21.100 kr. | skipti |
Hífing báta yfir 12 m | 26.213 kr. | skipti |
Skip, sem ekki eru í rekstri né leggja upp afla hjá höfnum Ísafjarðarbæjar skulu greiða fullt bryggjugjald fyrir hvern legudag og njóta ekki afsláttarkjara í formi mánaðargjalda. Skip ekki í rekstri telst það skip sem legið hefur lengur en einn mánuð í höfn eða leggur ekki upp afla hjá höfnum Ísafjarðarbæjar. Bátar sem teknir eru upp á hafnarkant vegna viðgerða greiða daggjald fyrir þá daga sem báturinn er uppi. | ||
Skráningargjald og önnur gjöld | ||
Kranagjald, löndun með hafnarkrana | 401 kr. | tonn |
Úrtaksvigtunargjald fyrir löndun úr frystiskipum | 201 kr. | tonn |
Gjöld vegna mengunaróhappa | ||
Mengunarvaldur skal greiða allan kostnað við hreinsun vegna mengunaróhappa samkvæmt lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004. |
Á öll verð samkvæmt verðskrá þessari, nema á farþegagjöld og þjónustu við erlend skip, er lagður 24% virðisaukaskattur sbr. 3. tl. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.