Um okkur

Ísafjörður er stærsti bærinn á Vestfjörðum og miðstöð verslunar og þjónustu á svæðinu. Ísafjarðarhöfn iðar af lífi allt árið um kring en þar eru bæði trillur og fiskiskip þjónustuð, auk þess sem höfnin tekur á móti fjölda skemmtiferðaskipa yfir sumarmánuðina.

Ísafjarðarhöfn veitir almenna hafnarþjónustu eins og viðlegu eða legu fyrir skip og báta afgreiðslu á ferskvatni, rafmagni, og sorphirðu, vigtun og hafnsögu.