Sundabakki

Lenging viðlegukants á Sundabakka, aðalmóttökuhöfn skemmtiferðaskipa á Ísafirði, hófst í febrúar 2021. Fyrirhugað er að lengja kantinn um 300 metra og verður heildarlengdin að loknum framkvæmdum 500 metrar. Dýpkað verður framan við bakkann niður á 11 metra dýpi.

Áætluð verklok eru árið 2023 en stefnt er að því að þjónusta fleiri og stærri skip strax sumarið 2022.
Með framkvæmdinni batnar þjónusta hafnarinnar til muna og hægt verður að taka á móti stærri skemmtiferðaskipum, allt að 140.000 tonn að stærð, og er þannig mætt áhuga skemmtiferðaskipaútgerða á Ísafirði sem áfangastað.


Nánari upplýsingar um framkvæmdina má finna í PDF-skjali.