Föstudaginn 4. júní síðastliðinn var undirritaður verksamningur milli Hafna Ísafjarðarbæjar og Borgarverks ehf. vegna niðurrekstur stálþils á lengingu Sundabakka á Ísafirði.
Samningsupphæð er 393,7 miljónir og er langstærsta verkefni sem Hafnir Ísafjarðarbæjar hefur ráðist síðustu áratugi en gera má ráð fyrir því að heildarverkið þegar því verður lokið muni vera um 1 miljarður.
Á myndinni eru Guðmundur M Kristjánsson Hafnarstjóri og Óskar Sigvaldason frá Borgarverki ehf. á þessum merku tímamótum. Einnig er á annari myndinni Kjartan Elíasson Verkfræđingur hjá Vegagerđinni sem hefur yfirumsjón međ verkinu.Myndirnar tók G. Pétur Matthíasson Upplýsingarfulltrúi Vegagerðarinnar.