Um sjöleytið í morgun kom fyrsta Skemmtiferðaskip sumarsins til Ísafjarðar það er Franska lúxusskipið LE DUMONT D’URVILLE en það er frá Ponant skipafélaginu sem er búið að sigla til okkar í mörg ár og hefur þetta skipafélag verið á einum hraðasta vexti í heiminum í fjölgun svokallaðra Leiðangursskipa.
Við áætlum að það geti verið um það bil 60 skipakomur í sumar en listinn er á mikilli hreyfingu og ber að taka hann með varúð frá degi til dags. Það eru bæði nýbókanir og einnig enn mikið um afbókanir svo að það getur allt gerst.
Á myndinni má sjá Sheng Ing Wang hafnsögumann Ísafjarðarhafnar færa Regis Marie Jean Jacques Daumesnil Skipstjóra á Le Dumont D’Urville minningarskjöld Ísafjarðarhafnar þar sem skipið er að koma í fyrsta skipti til Ísafjarðar.